Innlent

Eigendastefnan tekur á ýmsu sem sætti gagnrýni

BBI skrifar
Borgarráð telur að eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur sem samþykkt var í júní á þessu ári taki á mörgum þáttum sem gagnrýndir voru í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kom fram í bókun sem borgarráð lagði fram í gær.

Eigendastefnan var samþykkt í borgarstjórn 19. júní í ár. Hún á að skýra hlutverk og ábyrgð eigenda fyrirtækisins og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðunum um mikilvæg málefni. Þannig á hún að tryggja lýðræðislega og gagnsæja stjórnun fyrirtækisins.

Borgarráð þakkaði nefndarmönnum úttektarnefndarinnar fyrir störf þeirra. Ráðið telur að eigendastefnan taki á ýmsu sem gagnrýnt var í skýrslunni. Því var þó beint til eigendanefndar Orkuveitunnar að huga að atriðum sem lúta að lagaumgjörð Orkuveitunnar og vinna tillögur að skýrari umgjörð og ákvæðum í samræmi við ábendingar í skýrslunni.

Skýrslan verður rædd á fundir borgarstjórnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×