Ísland verður að vera búið undir það versta Una Sighvatsdóttir skrifar 4. mars 2016 21:00 Samskiptaörðugleikar voru milli lögreglu og sjúkraliðs í Kaupmannahöfn þegar hryðjuverk voru framin þar þann 14. febrúar 2015. vísir/AFP Rétt rúmur mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Charlie Hebdo í París þegar skotárásir voru gerðar í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Einn var að verki og tveir létu lífið. Bráðalæknirinn Peter Anthony Berlac er yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannahöfn og stýrði útkallsmiðstöð bráðahjálpar í skotárásunum. Hann fjallaði um reynsluna út frá sjónarhóli danska heilbrigðiskerfisins á bráðadögum Landspítalans í dag.Voru heppin að ekki fór verr „Ég held að við höfum verið afar heppin að við urðum ekki verr úti í þetta skiptið, því þótt það hafi orðið mannfall voru ekki svo margir sem særðust. Ég held að við höfum staðist prófið þarna, en það þýðir ekki að við verðum tilbúin næst."Peter Anthony Berlac, yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannhöfn, hélt erindi á Bráðadeginum í dag þar sem hann sagði frá reynslu danska heilbrigðiskerfisins af því að bregðast við afleiðingum hryðjuverka.Allt frá 2009 hafa sameiginlegar stórslysa- og hryðjverkaæfingar viðbragðsaðila verið haldnar í Danmörku. Berlac segir að þrátt fyrir það hafi aðstæður skapast í árásunum sem hefðu getað ógnað öryggi heilbrigðisstarfsmanna, vegna samskiptaörðugleika við lögreglu. Þannig hafi viðbragðsflýtir sjúkraflutningamanna verið svo mikill að þeir voru komnir á staðinn í seinni skotárásinni á undan sérsveit lögreglunnar og fengu misvísandi upplýsingar um hvort búið væri að tryggja vettvanginn. „Þetta var allt öðru vísi en allt það sem við höfðum æft og unnið greiningarvinnu um áður," sagði Berlac í samtali við fréttastofu.Gæti orðið Íslandi ofviða Mikil vinna hefur farið fram í Danmörku við að skoða viðbragðskerfi nágrannalandanna við hryðjuverkum og draga af þeim lærdóm. Berlac segir mikilvægt að á öllum stigum kerfisins fari fram æfingar og andlegur undirbúningur, jafnvel fyrir atburðum sem kunni að virðast óhugsandi. „Og það sem Ísland þarf kannski sérstaklega að hafa í huga er áætlun um hvernig hægt væri að fá hjálp að utan. Því ef meiriháttar atburður verður hér þá yrði það ykkur sennilega ofviða, svo þið verðið líka að hugsa um utanaðkomandi hjálp. Það versta sem þið getið gert er að stinga höfðinu í sandinn og segja að ekkert muni gerast hér í Norður-Atlantshafinu. Þið verðið að vera búin undir það versta. Og þegar þið hafið hugsað þetta sem kerfi, þá hafið þið líka æft samskiptaleiðir og samvinnu við önnur yfirvöld í ykkar eigin kerfi." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Rétt rúmur mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Charlie Hebdo í París þegar skotárásir voru gerðar í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Einn var að verki og tveir létu lífið. Bráðalæknirinn Peter Anthony Berlac er yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannahöfn og stýrði útkallsmiðstöð bráðahjálpar í skotárásunum. Hann fjallaði um reynsluna út frá sjónarhóli danska heilbrigðiskerfisins á bráðadögum Landspítalans í dag.Voru heppin að ekki fór verr „Ég held að við höfum verið afar heppin að við urðum ekki verr úti í þetta skiptið, því þótt það hafi orðið mannfall voru ekki svo margir sem særðust. Ég held að við höfum staðist prófið þarna, en það þýðir ekki að við verðum tilbúin næst."Peter Anthony Berlac, yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannhöfn, hélt erindi á Bráðadeginum í dag þar sem hann sagði frá reynslu danska heilbrigðiskerfisins af því að bregðast við afleiðingum hryðjuverka.Allt frá 2009 hafa sameiginlegar stórslysa- og hryðjverkaæfingar viðbragðsaðila verið haldnar í Danmörku. Berlac segir að þrátt fyrir það hafi aðstæður skapast í árásunum sem hefðu getað ógnað öryggi heilbrigðisstarfsmanna, vegna samskiptaörðugleika við lögreglu. Þannig hafi viðbragðsflýtir sjúkraflutningamanna verið svo mikill að þeir voru komnir á staðinn í seinni skotárásinni á undan sérsveit lögreglunnar og fengu misvísandi upplýsingar um hvort búið væri að tryggja vettvanginn. „Þetta var allt öðru vísi en allt það sem við höfðum æft og unnið greiningarvinnu um áður," sagði Berlac í samtali við fréttastofu.Gæti orðið Íslandi ofviða Mikil vinna hefur farið fram í Danmörku við að skoða viðbragðskerfi nágrannalandanna við hryðjuverkum og draga af þeim lærdóm. Berlac segir mikilvægt að á öllum stigum kerfisins fari fram æfingar og andlegur undirbúningur, jafnvel fyrir atburðum sem kunni að virðast óhugsandi. „Og það sem Ísland þarf kannski sérstaklega að hafa í huga er áætlun um hvernig hægt væri að fá hjálp að utan. Því ef meiriháttar atburður verður hér þá yrði það ykkur sennilega ofviða, svo þið verðið líka að hugsa um utanaðkomandi hjálp. Það versta sem þið getið gert er að stinga höfðinu í sandinn og segja að ekkert muni gerast hér í Norður-Atlantshafinu. Þið verðið að vera búin undir það versta. Og þegar þið hafið hugsað þetta sem kerfi, þá hafið þið líka æft samskiptaleiðir og samvinnu við önnur yfirvöld í ykkar eigin kerfi."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira