Fyrir hvern eru Neytendasamtökin að vinna? Jón Þór Helgason skrifar 16. maí 2014 13:56 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun