Fyrir hvern eru Neytendasamtökin að vinna? Jón Þór Helgason skrifar 16. maí 2014 13:56 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun