Innlent

Tilboði Óskars í Morgunblaðið tekið

Íslandsbanki gekk í dag að tilboði Óskars Magnússonar lögmanns og viðskiptafélaga hans, í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins.

Óskar segist afar ánægður með niðurstöðuna og að það hafi gengið eftir sem fjárfestahópurinn hafi stefnt að. Hann segir það vera tilhlökkunarefni að fá að taka þátt í útgáfu þessa mikilvæga fjölmiðils sem nýtur gríðarlegs trausts hjá íslensku þjóðinni. Framundan er hluthafafundur og hlutafjáraukning, sem og samningaviðræður við kröfuhafa, áður en nýir eigendur taka formlega við.

Í eigendahópnum eru auk Óskars Magnússonar, Guðbjörg Matthíasdóttir Vestmannaeyjum, Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, Gunnar B. Dungal, Þorgeir Baldursson í prentsmiðjunni Odda, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Vísi í Grindavík og Þorsteinn Már Baldvinsson. Gert er ráð fyrir að fleiri hluthafar bætist í hóp hluthafa á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×