Erlent

Chavez afhjúpar andlit Símon Bolívar

Frá Caracas í dag.
Frá Caracas í dag. mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela opinberaði í dag þrívíddar líkan af andliti Símon Bolívar, frelsishetju Suður-Ameríku.

Bolivar, sem lést árið 1830, leiddi sjálfstæðisbaráttu þeirra landa sem við þekkjum í dag sem Bólivíu, Kólumbíu, Venesúela Ekvador, Perú og Panama. Hann barðist gegn nýlendustefnu Spánverjar af mikilli hörku og er dáður víðast hvar í Rómönsku Ameríku.

Fyrir tveimur árum fyrirskipaði Chavez að líkamsleifar Bolívars yrði grafnar upp. Talið er að banamein frelsishetjunnar hafi verið berklar en Chavez telur þó að um samsæri hafi verið að ræða.

Chavez telur að einhver hafi eitrað fyrir Bolívar og að morðið hafi verið í hefndarskyni vegna baráttu hans við spænska heimsveldið.

Rannsóknir á líkamsleifunum hafa þó ekki varpað ljósi á banamein Bolívars.

Þrívíddar myndin var opinberuð í Miraflores, forsetabústað Chavez í Caracas, í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×