Innlent

Útlendingastofnun lét Paul Ramses vita í byrjun maí

,,Paul Ramses var boðaður á fund Útlendingastofnunar í byrjun maí en kom ekki. Lögreglumaður talaði við hann í síma og hann látinn vita af synjuninni á beiðni um hæli á Íslandi" segir Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendingastofnunar.

Kona Ramses, Atieno Othiembo og vinur þeirra, Þórunn Helgadóttir fullyrða að þau hafi ekkert vitað um synjunina.

,,Almenna reglan er sú að ákvörðunin um synjun eru birtar mönnum af lögreglu. Yfirleitt eru þessar ákvarðanir birtar manni um leið og þær koma til framkvæmdar." Að sögn Hauks var brottvísun Ramses frestað að beiðni Rauða Krossins þar sem hann átti von á barni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×