Lífið

Bandaríkiameistarinn í pysluáti kláraði 64 pylsur á tíu mínútum

Bandaríkjameistarinn í pylsuáti varði titil sinn í dag þegar hann sporðrenndi 64 pylsum á rétt rúmum 10 mínútum.

Þessi mikli meistari heitir Joey Chesnut og kemur frá San José í Kaliforníu. Hann þurfti að kljást við sinn helsta keppinaut til margra ára í dag en sá heitir Tekeru Kobayshi og er frá Japan.

Þeir Chesnut og Kobayshi voru jafnir efit þær tíu mínútur sem svona pylsuátskeppnir taka venjulega. Þeir höfðu báðir borðað 59 pyslur og því þurfti að framlengja. Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert á þessu móti.

Framlengingin fór þannig fram að sá sem yrði fyrri til að klára fimm pyslur í viðbót fór með sigur að hólmi.

Það reyndist vera Chesnut og hann fagnaði því annað árið í röð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.