Innlent

Ekkert aldurstakmark á Humarhátíð

Frá humarhátíð í fyrra
Frá humarhátíð í fyrra

Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem er í forsvari fyrir tjaldsvæðið á Höfn, þar sem nú fer fram Humarhátíð hafði samband við Vísi í kvöld.

Hún vildi koma því á framfæri að tjaldsvæðið á Höfn væri öllum opið. Líka þeim sem eru á aldrinum 18-23.

Vísir sagði í gær frá 28 ára Lyfjafræðing sem meinað var að tjalda í Laugarási í Biskupstungum vegna aldurstakmarks.

"Humarhátíð á Höfn er haldin á hverju ári og oft koma hópar af ungu fólki til þess að taka þátt í hátíðinni. Aldrei hefur þetta fólk verið til nokkurra vandræða," segir Sigrún.

Hún segirr að mikil gæsla sé ávallt á tjaldsvæðinu og starfsfólk gangi um svæðið reglulega allan sólarhringinn alla helgina og týni upp rusl, þrífi svæðið og aðstöðuna og spjalli við fólkið.

"Unga fólkið er ávallt ánægt með það að sjá svo mikla gæslu og það gengur betur um fyrir vikið. Fyrir brottför á sunnudag kemur fólk svo í þjónustumiðstöðina og biður um ruslapoka til þess að geta skilið hreint við sitt svæði.

Á Höfn eru alltaf allir velkomnir og vel tekið á móti öllum þeim sem hingað vilja koma."






Tengdar fréttir

28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda

“Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað,” sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×