Snjallsíminn í samförum sigga dögg skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Tölfræði kitlar marga. Þeir sem hafa unun af því að skipuleggja líf sitt í excel forritinu eða telja ofan í sig hitaeiningar gætu haft gaman af því að mæla samfarirnar sínar og reikna þær út í viðeigandi kökurit og súlur. Ein tölfræði sem margir velta sér mikið uppúr er tölfræði samfara og þá er spáð í hversu lengi samfarir standa, í hvaða stellingum og hversu oft eru stundaðar á viku eða mánaðartímabili. Auðvitað datt fólki í hug að sameina ást fólks á snjallsímanum og samförum og búa til smáforrit. Kannski hentar Love Tracker þér þar sem hinum hefðbundnum upplýsingum er safnað svo sem tíðni, staður, stund, verjur, tímalengd, stelling, ánægja en einnig blæðingar og líkur á getnaði. Ef þú notar dagatalið í símanum mikið þá gæti Track my sex life hentað þér betur þar sem það talar saman við dagatalið þitt. Fyrir aðeins flottari grafík gæti verið gott að nota Intima. Nú ef þú svo vilt taka það alla leið og mæla fjölda innsetninga að auki þá gæti Spreadsheets hentað þér. Það sem er samt mikilvægast að hafa í huga þegar allt þetta er skoðað er að kynferðislegur unaður og ánægja er EKKI mæld í tíðni innsetninga, fjölda stellinga eða tímalengd samfara. Einn ágætur Bandaríkjamaður prófaði að skrásetja kynlífið sitt og svona fór fyrir honum. Meðaltími samfara eru þrjár til sjö mínútur og það sem skiptir miklu máli fyrir kynferðislega ánægju er hvað þú gerir að samförum LOKNUM. Svona forrit sína enn og aftur hversu grunnur skilningur margra er á kynlífi og hvaða þættir hafa áhrif á unað en ef þú ert með blæti fyrir excel þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Heilsa Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning
Tölfræði kitlar marga. Þeir sem hafa unun af því að skipuleggja líf sitt í excel forritinu eða telja ofan í sig hitaeiningar gætu haft gaman af því að mæla samfarirnar sínar og reikna þær út í viðeigandi kökurit og súlur. Ein tölfræði sem margir velta sér mikið uppúr er tölfræði samfara og þá er spáð í hversu lengi samfarir standa, í hvaða stellingum og hversu oft eru stundaðar á viku eða mánaðartímabili. Auðvitað datt fólki í hug að sameina ást fólks á snjallsímanum og samförum og búa til smáforrit. Kannski hentar Love Tracker þér þar sem hinum hefðbundnum upplýsingum er safnað svo sem tíðni, staður, stund, verjur, tímalengd, stelling, ánægja en einnig blæðingar og líkur á getnaði. Ef þú notar dagatalið í símanum mikið þá gæti Track my sex life hentað þér betur þar sem það talar saman við dagatalið þitt. Fyrir aðeins flottari grafík gæti verið gott að nota Intima. Nú ef þú svo vilt taka það alla leið og mæla fjölda innsetninga að auki þá gæti Spreadsheets hentað þér. Það sem er samt mikilvægast að hafa í huga þegar allt þetta er skoðað er að kynferðislegur unaður og ánægja er EKKI mæld í tíðni innsetninga, fjölda stellinga eða tímalengd samfara. Einn ágætur Bandaríkjamaður prófaði að skrásetja kynlífið sitt og svona fór fyrir honum. Meðaltími samfara eru þrjár til sjö mínútur og það sem skiptir miklu máli fyrir kynferðislega ánægju er hvað þú gerir að samförum LOKNUM. Svona forrit sína enn og aftur hversu grunnur skilningur margra er á kynlífi og hvaða þættir hafa áhrif á unað en ef þú ert með blæti fyrir excel þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Heilsa Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning