Innlent

Dæmdir fyrir að ráðast þrír gegn einum

Þrír menn hafa í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í sameiningu ráðist á fjórða mann í Reykjanesbæ fyrir um tveimur árum.

Eftir að slegið hafði í brýnu með einum mannanna og fórnarlambsins við skemmtistað í Reykjanesbæ réðst hinn fyrrnefndi á fórnarlambið og sló í andlitið þannig að það féll í jörðina. Komu þá hinir tveir árásarmennirnir og kýldu og spörkuðu í manninn þar sem hann lá í jörðinni. Hlaut fórnarlambið heilahristing, nefbrotnaði, glóðarauga og mar víða á höfði.

Sá sem var upphafsmaður árásarinnar þótti hafa gengið harðast fram og hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Hinir tveir fengu fjögurra mánaða og 45 daga skilorðsbundna dóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×