Innlent

Umferð minni en í fyrra

Lögreglumenn á Selfossi og á Blönduósi sem Vísir hefur rætt við í kvöld eru á því að umferð sé ekki eins mikil eins og á sama tíma í fyrra. Umferðin hefur gengið vel og áfallalaust.

Lögreglan á Hvolsvelli, sem sinnir löggæslu á Hellu þar sem fram fer Landsmót, hefur stöðvað þrjá ökumenn í dag sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan á Blönduósi hefur stöðvað 15 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Það er töluvert undir meðallagi fyrir ferðahelgi sem þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×