Innlent

Amerískur stíll á Súðavík

Þetta er og eins amerísk vegasjoppa frá sjötta áratugnum en stendur þó ekki við þjóðveg 66 heldur við þjóðveg 61, sem liggur í gegnum Súðavík. Þar er nýjasta veitingahús Vestfjarða.

Fyrir Maríu Hrafnhildardóttur var stofnun veitingahússins Amma Habbý afturhvarf til fortíðar og leið til að takast á við erfiðar minningar. Hún missti móður sína, fósturföður og litla eins árs frænku í snjóflóðinu fyrir þrettán árum og brást við, eins og svo margir aðrir, með því að flytja suður. En svo sneri hún aftur, tíu árum síðar, keypti gömlu Shell-sjoppuna sem foreldrar hennar höfðu rekið, og ákvað að hressa upp á samfélagið, sem henni þótti heldur dauflegt yfir vetrartímann.

En staðurinn er líka sérstakur, því þarna minnir allt á Ameríku gamla tímans, fyrir 40-50 árum. Sá stíll heillar Maríu en ástæðan er líka sú að hún bjó á æskuárum í Bandaríkjunum með móður sinni. Á hillu er skór, sem fannst undir snjóflóðinu, af móður hennar og María viðurkennir að það hafi kostað tilfinningaleg átök að opna staðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×