Í myndbandinu segist söngkonan hafa verið slöpp í nokkra daga og að svæsið kvef hafi loks náð yfirhöndinni. „Ég verð að hugsa um sjálfa mig vegna þess að ég á svo marga tónleika eftir,“ segir hún í myndbandinu.
Söngkonan virðist vera miður sín yfir því að þurfa að aflýsa tónleikunum og hefur samúðarkveðjum rignt yfir hana í kjölfarið, þar sem hún er beðin að taka því rólega og hugsa um heilsuna.
Adele er nú á tónleikaferðalagi um heiminn til að fylgja eftir plötunni 25 sem kom út á síðasta ári. Enn er töluvert eftir af tónleikaferðalaginu en því lýkur í Mexíkó þann 15. nóvember næstkomandi.
Myndbandið sem Adele birti á Twitter má sjá hér fyrir neðan.
— Adele (@Adele) August 17, 2016