Sport

Chelsea - Celtic í kvöld á Sýn

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea hefja undirbúning fyrir Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina í Bandaríkjunum í kvöld en þá mætir Chelsea skoska liðinu Celtic í æfingamóti sem kallast Champions World. Leikur Chelsea og Celtic verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 20 í kvöld. Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, tilkynnti í morgun að fjórir leikmenn muni spila allan leikinn í kvöld, þ.á m. Eiður Smári Guðjohnsen. Auk þessara liða eru Manchester United, Liverpool, Evrópumeistarar Porto, Bayern Munchen, AC Milan, Roma og Galatasary með í mótinu sem verður í beinni útsendingu næstu vikuna. Við þetta má bæta að Frank Lampard, varafyrirliði Chelsea, skrifaði í gærkvöld undir nýjan fimm ára samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Lampard og John Terry, fyrirliði Chelsea, sjást hér bregða á leik á æfingu liðsins í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×