Má plata? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 11. janúar 2013 06:00 „Farðu bara í vinnuna,“ segir tveggja ára dóttir mín með þjósti þegar ég geri eitthvað svo yfirgengilegt á hennar hlut að eiga skilið þyngstu refsingu. Að neita henni um ís er dæmi um framferði móður sem á það eitt skilið að hunskast í vinnuna. Það er snúnara en ég hélt að vera góður uppalandi. Ferlega snúið! Ég ætti að vera svo miklu betri mamma en ég er. Samt er ég virkilega að reyna og sumt tekst ágætlega. Þannig eru börnin mín hjartahlýju dugleg að biðjast fyrirgefningar þegar þau breyta rangt. Þegar stóri bróðir rífur af litlu systur dótið eða litla systir bítur stóra bróður í handlegginn (fast) þá endar senan jafnan með því að þau fallast í faðma og segja „fyrrigerru“. Fyrirgefðu. Það reynist ekki öllum auðvelt að leiðrétta mistök. Í pólitík virðist það jafnvel gamalgróið prinsipp að viðurkenna aldrei mistök og biðjast aldrei afsökunar, sama hvað upp kemur úr kafinu. Fjölmiðlar eiga ekki að vera undir sömu sök seldir. Mistök eru mannleg og eðlileg, illgirni er annars eðlis. Á öðrum degi nýja ársins las ég um sjálfa mig illkvittinn dálk á miðopnu Fréttablaðsins. Slíkt sætir auðvitað ekki tíðindum en hitt er þó verra að þurfa enn að svara fólki úti í bæ fyrir þá lygi Fréttablaðsins að ég hefði sem þingmaður verið í „tveimur störfum samtímis“. Þetta er uppspuni. Ég tók að mér launalaust verkefni sem sneri að því að gera mannréttindamálum hærra undir höfði í Stjórnarráðinu og á Alþingi. Fréttablaðinu tókst að gera úr þessu hið tortryggilegasta mál. Ég verðskulda kannski illgjarna nýárskveðju fyrir það að hafa rangar skoðanir á Fréttablaðsmælikvarða en enginn verðskuldar að upp á hann sé logið opinberlega, ekki einu sinni kona með sjálfstæðar skoðanir. Dóttir mín heldur áfram að segja mér að fara í vinnuna þegar ég verðskulda afplánun – og það geri ég oft. Þegar á reynir er þó heldur lítil innistæða fyrir brottvísun minni því er ég býst til ferðar sér hún eftir öllu saman: „Nei, mamma, ekki! Ekki fara í vinnuna! Fyrrigerru.“ Merkilegt hvað það reynist okkur fullorðna fólkinu oft erfitt þetta litla orð sem þó getur öllu breytt. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Farðu bara í vinnuna,“ segir tveggja ára dóttir mín með þjósti þegar ég geri eitthvað svo yfirgengilegt á hennar hlut að eiga skilið þyngstu refsingu. Að neita henni um ís er dæmi um framferði móður sem á það eitt skilið að hunskast í vinnuna. Það er snúnara en ég hélt að vera góður uppalandi. Ferlega snúið! Ég ætti að vera svo miklu betri mamma en ég er. Samt er ég virkilega að reyna og sumt tekst ágætlega. Þannig eru börnin mín hjartahlýju dugleg að biðjast fyrirgefningar þegar þau breyta rangt. Þegar stóri bróðir rífur af litlu systur dótið eða litla systir bítur stóra bróður í handlegginn (fast) þá endar senan jafnan með því að þau fallast í faðma og segja „fyrrigerru“. Fyrirgefðu. Það reynist ekki öllum auðvelt að leiðrétta mistök. Í pólitík virðist það jafnvel gamalgróið prinsipp að viðurkenna aldrei mistök og biðjast aldrei afsökunar, sama hvað upp kemur úr kafinu. Fjölmiðlar eiga ekki að vera undir sömu sök seldir. Mistök eru mannleg og eðlileg, illgirni er annars eðlis. Á öðrum degi nýja ársins las ég um sjálfa mig illkvittinn dálk á miðopnu Fréttablaðsins. Slíkt sætir auðvitað ekki tíðindum en hitt er þó verra að þurfa enn að svara fólki úti í bæ fyrir þá lygi Fréttablaðsins að ég hefði sem þingmaður verið í „tveimur störfum samtímis“. Þetta er uppspuni. Ég tók að mér launalaust verkefni sem sneri að því að gera mannréttindamálum hærra undir höfði í Stjórnarráðinu og á Alþingi. Fréttablaðinu tókst að gera úr þessu hið tortryggilegasta mál. Ég verðskulda kannski illgjarna nýárskveðju fyrir það að hafa rangar skoðanir á Fréttablaðsmælikvarða en enginn verðskuldar að upp á hann sé logið opinberlega, ekki einu sinni kona með sjálfstæðar skoðanir. Dóttir mín heldur áfram að segja mér að fara í vinnuna þegar ég verðskulda afplánun – og það geri ég oft. Þegar á reynir er þó heldur lítil innistæða fyrir brottvísun minni því er ég býst til ferðar sér hún eftir öllu saman: „Nei, mamma, ekki! Ekki fara í vinnuna! Fyrrigerru.“ Merkilegt hvað það reynist okkur fullorðna fólkinu oft erfitt þetta litla orð sem þó getur öllu breytt. Gleðilegt nýtt ár.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun