Erlent

Annan gagnrýndur

Í nýrri rannsóknarskýrslu sem birt verður í dag er Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndur fyrir að taka ekki sem skyldi á máli sonar síns í tengslum við olíusöluáætlun samtakanna í Írak. Sonurinn, Kojo Annan, þáði laun frá svissnesku fyrirtæki sem SÞ úthlutaði verkefnum í tengslum við áætlunina. Frá þessu greindi ónafngreindur embættismaður SÞ í gær. Kofi Annan kvað einnig sæta gagnrýni fyrir að hafa ekki fyrr gripið til ráðstafana vegna vankanta á stjórnun olíusöluáætlunarinnar sem hefðu viðgengist allt til ársins 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×