Erlent

Öflugur skjálfti við Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 8,2 á Richter varð úti fyrir ströndum Súmötru í Indónesíu fyrir stundu og er óttast að honum fylgi flóðbylgja. Upptök skjálftans voru á svipuðum slóðum og skjálftans sem reið yfir annan dag jóla með hörmuglegum afleiðingum, en þá létust á annað hundrað þúsund í Suðaustur-Asíu af völdum flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Stjórnvöld í löndum við Indlandshaf hafa verið hvött til að rýma byggðir nærri sjó vegna ótta við að flóðbylgja kunni að fylgja skjálftanum öfluga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×