Erlent

Fjórðungur saknar Berlínarmúrsins

Fjórði hver íbúi í Vestur-Þýskalandi óskar þess að Berlínarmúrinn stæði enn þá, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Þýskalandi. Rannsóknin sýnir eftir því sem segir í Berliner Morgenpost að það er nokkuð til í þeim klisjum að Vestur-Þjóðverjar sakni gömlu góðu daganna þegar múrinn skildi að austur og vestur því Austur-Þýskaland hefur að sumra mati sligað efnahag sameinaðs Þýskalands. Í könnuninni, sem Freien Universität í Berlín og rannsóknarstofnunin Forsa gerðu og náði til 2000 Þjóðverja, jánkuðu 24 prósent Vestur-Þjóðverja því að lífið hefði verið betra fyrir fall Berlínarmúrsins en helmingi færri Austur-Þjóðverjar, eða 12 prósent, voru á sömu skoðun. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að ríflega helmingur íbúa í Vestur-Berlín telur að Austur-Þjóðverjar séu latir en tæplega helmingur Austur-Þjóðverja er á þeirri skoðun að Vestur-Þjóðverjar séu sjálfhverfir og tími ekki að deila lífsgæðum sínum með Austur-Þjóðverjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×