Erlent

Bakijev skipaður forsætisráðherra

Þingið í Mið-Asíuríkinu Kirgisistan samþykkti í dag að skipa Kurmanbek Bakijev, sem fór fyrir uppreisninni í landinu í síðustu viku, forsætisráðherra landsins. Hann verður jafnframt forseti landsins þar sem Askar Akajev, réttkjörinn forseti, flýði til Rússlands í kjölfar uppreisnarinnar. Akajev, sem var við völd í 14 ár, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann ásakar hina nýju leiðtoga landsins um að svívirða landið og rústa efnahag þess, en uppreisnina gegn honum og fyrrverandi stjórn má rekja til ásakana um svik í þingkosningum í síðasta mánuði. Óttast var að borgarastyrjöld væri yfirvofandi í landinu en nýi forsætisráðherrann Bakijev hefur rétt andstæðingum sínum sáttahönd og reiknað er með að forsetakosningar fari fram í landinu í lok júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×