Erlent

Sakfelldur fyrir óhlýðni

Vélvirki í bandaríska hernum hefur verið sakfelldur í herrétti fyrir að óhlýðnast skipunum og neita að sinna skyldum. Blake Lemoine starfaði í Írak frá miðju ári 2003 þar til í maí í fyrra þegar hann hélt til herstöðvar Bandaríkjamanna í Darmstadt í Þýskalandi og sagðist vilja hætta í hernum vegna trúarskoðana, en framlengdur samningur hans við herinn átti að renna út í lok þessa árs. Lemoine, sem gekk sjálfviljugur í herinn, segist hafa skipt um skoðun eftir að hafa áttað sig smám saman á því að herþjónusta stríddi gegn trúarskoðunum hans. Hann hefur fordæmt innrásina í Írak og sagði í samtali við þýska fjölmiðla að það væri þrældómur að starfa í bandaríska hernum. Auk þess hefur hann lýst því yfir að bandarískir hermenn hafi farið verr með írakska borgara en skepnur. Lemoine var dæmdur í sjö mánaða fangelsi og lækkaður í tign fyrir óhlýðnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×