Er ekki nóg atvinnuleysi? Unnsteinn Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun