Er ekki nóg atvinnuleysi? Unnsteinn Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar