Erlent

Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Höfuðstöðvar leyniþjónustu sýlenska stjórnarhersins er stórskemmd eftir sprengingarnar.
Höfuðstöðvar leyniþjónustu sýlenska stjórnarhersins er stórskemmd eftir sprengingarnar. mynd/AP
Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega.

Sprengingarnar áttu sér stað við höfuðstöðvar sýrlensku leyniþjónustunnar.

Grunur leikur á að ódæðismennirnir hafi viljað laða fólk að svæðinu þar sem fyrri sprengingin átti sér stað.

Flestir létust síðan þegar seinni sprengjan sprakk en hún var margfalt öflugri en sú fyrri. Tveir stórir gígar mynduðust í sprengingunum.

Mikill mannfjöldi hefur verið á staðnum síðan sprengjurnar sprungu. Margir hafa hjálpað hermönnum við að draga lík úr bílum á meðan aðrir veifa hríðskotabyssum og lýsa yfir stuðningi við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×