Lítill ávinningur af skimun fyrir ristilkrabbameini Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar