Þrenns konar veiðistjórn Tómas Gunnarsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar