Erlent

Tala látinna hækkar í Damaskus

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Frá vettvangi í Damaskus í dag.
Frá vettvangi í Damaskus í dag. mynd/AP
Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega.

Sprengingarnar áttu sér stað við höfuðstöðvar leyniþjónustu sýrlenska stjórnarhersins en ódæðismennirnir höfðu komið rúmlega einu tonni af sprengiefni fyrir við bygginguna.

Er þetta mannskæðasta árás frá því að stjórnarbylting hófst í landinu fyrir rúmu ári síðan.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en yfirvöld í Sýrlandi saka andspyrnumenn um árásina.


Tengdar fréttir

Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir

Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×