Erlent

Ólympíuloginn tendraður

Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands.

Þar tekur annað eins boðhlaup við allt þar til Ólympíueldurinn verður tendraður á opnunarhátíð leikana sem fram fara í London að þessu sinni. Fyrir síðustu leika var hlaupið með logann um allan heim en nú er látið duga að hlaupa um Grikkland og Bretland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×