Það leikur enginn vafi á því að sjónvarpsstjarnan Sharon Osbourne, 59 ára, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega þrátt fyrir að lifa og hrærast í Hollywood.
Sharon var mynduð í gær á röltinu í Los Angeles í Kaliforníu í svörtu pilsi, og kamellitaðri peysu.
Þá stillti hún sér upp ásamt dóttur sinni, Kelly, á rauða dreglinum í svartri buxnadragt og ljósbláum topp. Takið eftir veskinu og fylgihlutunum sem hún var með umrætt kvöld.
