Innlent

Hafnaði lögbannsbeiðni

Boði Logason skrifar
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um lögbann vegna framkvæmda við lagningu vegar í Gálgahrauni í Garðabæ.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um lögbann vegna framkvæmda við lagningu vegar í Gálgahrauni í Garðabæ.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um lögbann vegna framkvæmda við lagningu vegar í Gálgahrauni í Garðabæ. Fjögur náttúruverndarsamtök fóru fram lögbannið.

Synjun sýslusmanns byggist því að samtökin fjögur, sem að beiðnninni stóðu, hafi ekki lögvarða hagsmuni í málinu.

„Umhverfisverndarsamtök á Íslandi gegna veigumiklu samfélagslegu hlutverki við hagsmunagæslu í þágu ósnortinnar náttúru og umhverfisverndar. Í þeim þjóðréttarlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist, s.s. með EES-samningnum og með fullgildingu Árósasamningsins, er þetta hlutverk viðurkennt og þar á meðal nauðsyn þess að umhverfisverndarsamtök hafi greiðan aðgang að réttarúrræðum og réttlátri málsmeðferð.

Mál þetta er prófsteinn á aðgang umhverfisverndarsamtaka að réttarúrræðum í málum sem þessum. Hefur EES-samningnum verið breytt síðustu ár í þá veru að tryggja þennan rétt umhverfisverndarsamtaka. Á þeim grunni meðal annars hefur synjun sýslumanns þegar verið kærð til úrlausnar héraðsdóms,“ segir í tilkynningu frá lögmannsstofunni Málþingi.


Tengdar fréttir

Vonast til framkvæmdir við Gálgahraun verði stöðvaðar

Skúli segir að því sé afar ólíklegt að Vegagerðin hefði skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart verktaka fyrir undirritun samningsins. Í þessu máli sé miklu frekar eins og að Vegagerðin sé að reyna að skapa sér skaðabótaskyldu og pressa á að framkvæmdir hefjist.

Krefjast lögbanns á framkvæmdir í Gálgahrauni

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndasamtök Suðvesturslands og Hraunavinir hafa óskað eftir lögbanni á framkvæmdir í Gálgahrauni. Telja framkvæmdin ólögmæta.

Framkvæmdir að hefjast við Gálgahraun

"Framkvæmdir eru að hefjast, líklega í þessum töluðu orðum,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ um gerð nýrra gatnamóta og lagningu vegar til Álftaness yfir Gálgahraun.

Framkvæmdir vegna Álftanesvegar hafnar

Framkvæmdir vegna lagningar nýs Álftanesvegar hófust í dag. Nokkur náttúruverndarsamtök stefndu fyrr í sumar Vegagerðinni þar sem þau telja verkið ólöglegt og formaður Hraunavina segir framkvæmdirnar skelfilegar fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×