Innlent

Krefjast lögbanns á framkvæmdir í Gálgahrauni

Kristján Hjálmarsson skrifar
Framkvæmdir í Gálgahrauni hófust í síðasta mánuði.
Framkvæmdir í Gálgahrauni hófust í síðasta mánuði. Mynd/365
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndasamtök Suðvesturslands og Hraunavinir hafa sent sýslumanninum í Reykjavík beiðni um lögbann vegna vegaframkvæmda sem nú eru hafnar í Gálgahrauni.

Samtökin krefjast þess að þegar í stað verði lagt lögbann á lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun en fyrr í sumar var þingfest mál á hendur vegamálastjóra fyrir hönd Vegargerðarinnar til staðfestingar á ólögmæti framkvæmdanna.

Samtökin halda því fram að framkvæmdin sé ólögmæt þar sem framkvæmdaleyfi sem gefið var út þann 7. apríl 2009 af sveitarfélaginu Garðabæ til eins árs sé löngu fallið úr gildi þar sem framkvæmdir hófust ekki innan tólf mánaða eins og áskilið er í lögum og leyfinu sjálfu eigi það að halda gildi sínu, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Umhverfismat vegna framkvæmdanna er þess utan orðið meira en 11 ára gamalt.

Þá segja samtökin að yfirvofandi framkvæmd sé allt önnur en sú framkvæmd sem metin var í umhverfismati á sínum tíma.

Í yfirlýsingunni benda samtökin jafnframt á að samkvæmt upplýsingum sem Vegagerðin hafi látið verktaka í té á fundi í byrjun júlí síðastliðins „verið gerð grein fyrir þeim kærumálum sem eru í gangi á gætu hugsanlega haft áhrif á framgang verkframkvæmdar á síðari stigum.“

Samtöki telji að þessi bókun Vegagerðarinnar sé til marks um að hún hafi fríða sig ábyrgð gagnvart verktaka verði tafir á framkvæmdum vegna lögbannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×