Vetrarferðamönnum fjölgaði um 71 prósent Boði Logason skrifar 11. september 2013 16:24 Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi í Hörpu í dag þar sem vetrarherferðin Ísland – allt árið var kynnt. „Markmiðið er að fjölga ferðamönnum utan háannar enn frekar, skapa fleiri störf og auka hagvöxt og gjaldeyristekjur. Veturinn 2012 til 2013 komu 71 prósent fleiri ferðamenn til landsins en veturinn 2009 til 2010,” sagði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi í Hörpu í dag þar sem vetrarherferðin Ísland – allt árið er kynnt. Árni sagði að þessi fjölgun skili sér í auknum gjaldeyristekjum og vístaði meðal annars til upplýsinga frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um að mikill vöxtur hafi verið í erlendri kortaveltu það sem af er ári. „Þannig má sjá að kortavelta bílaleiga hér á landi vegna erlendra ferðamanna hefur aukist um 77% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna heimsókna á söfn og gallerí um 63% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og vegna tónleika og leikhúss um 38%. Verslun hefur einnig notið góðs af þessari auknu erlendu kortaveltu það sem af er ári, en hún jókst um 29% á milli ára.” Þá sagði Árni að könnun sýni að 95% ferðamanna séu ánægðir með dvöl sína hér á landi og 85% töldu líklegt að þeir myndu heimsækja landið aftur.Inga Hlín Pálsdóttir, hjá ÍslandsstofuÁ fundinum í Hörpu var átakinu um leyndarmálalandið Ísland kynnt þar sem Íslendingar eru hvattir til að deila stórum sem smáum leyndarmálum um landið. Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu kynnti átakið sem er hvort tveggja ætlað að kynna ferðamönnum faldar íslenskar náttúruperlur sem og að dreifa ferðamannastraumi víðar um land. „Þetta þarf ekki endilega að vera einhver staður. Þetta getur allt eins verið uppáhalds kaffihúsið, búðin eða bara saltfiskrétturinn hennar ömmu. Markmiðið er að vekja áhuga ferðamanna á að kynnast íslenskri náttúru, ævintýrum og menningu með því að segja þeim frá einstökum upplifunum sem hægt er að eiga hér á landi.,” sagði Inga Hlín á fundinum í dag. Meðal aðferða sem notuð verða til að koma leyndarmálum á framfæri við ferðamenn er leyndarmálasjálfsali sem komið verður fyrir í miðbæ Reykjavíkur. „Þar munu ferðamenn geta valið af handahófi leyndarmál sem þeir geta upplifað.” Hægt er að deila leyndarmálum með því að fara inn á heimasíðu Inspired by Iceland.Íslensk náttúra Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
„Markmiðið er að fjölga ferðamönnum utan háannar enn frekar, skapa fleiri störf og auka hagvöxt og gjaldeyristekjur. Veturinn 2012 til 2013 komu 71 prósent fleiri ferðamenn til landsins en veturinn 2009 til 2010,” sagði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi í Hörpu í dag þar sem vetrarherferðin Ísland – allt árið er kynnt. Árni sagði að þessi fjölgun skili sér í auknum gjaldeyristekjum og vístaði meðal annars til upplýsinga frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um að mikill vöxtur hafi verið í erlendri kortaveltu það sem af er ári. „Þannig má sjá að kortavelta bílaleiga hér á landi vegna erlendra ferðamanna hefur aukist um 77% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna heimsókna á söfn og gallerí um 63% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og vegna tónleika og leikhúss um 38%. Verslun hefur einnig notið góðs af þessari auknu erlendu kortaveltu það sem af er ári, en hún jókst um 29% á milli ára.” Þá sagði Árni að könnun sýni að 95% ferðamanna séu ánægðir með dvöl sína hér á landi og 85% töldu líklegt að þeir myndu heimsækja landið aftur.Inga Hlín Pálsdóttir, hjá ÍslandsstofuÁ fundinum í Hörpu var átakinu um leyndarmálalandið Ísland kynnt þar sem Íslendingar eru hvattir til að deila stórum sem smáum leyndarmálum um landið. Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu kynnti átakið sem er hvort tveggja ætlað að kynna ferðamönnum faldar íslenskar náttúruperlur sem og að dreifa ferðamannastraumi víðar um land. „Þetta þarf ekki endilega að vera einhver staður. Þetta getur allt eins verið uppáhalds kaffihúsið, búðin eða bara saltfiskrétturinn hennar ömmu. Markmiðið er að vekja áhuga ferðamanna á að kynnast íslenskri náttúru, ævintýrum og menningu með því að segja þeim frá einstökum upplifunum sem hægt er að eiga hér á landi.,” sagði Inga Hlín á fundinum í dag. Meðal aðferða sem notuð verða til að koma leyndarmálum á framfæri við ferðamenn er leyndarmálasjálfsali sem komið verður fyrir í miðbæ Reykjavíkur. „Þar munu ferðamenn geta valið af handahófi leyndarmál sem þeir geta upplifað.” Hægt er að deila leyndarmálum með því að fara inn á heimasíðu Inspired by Iceland.Íslensk náttúra
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent