Jarðskjálftahætta vegna virkjunar nálægt náttúruperlu vanreifuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2013 18:33 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að 15 mánuðir gætu liðið frá uppfærðu umhverfismati þangað til framkvæmdir hefjast að því gefnu að það verði virkjuninni hagfellt. Mynd/ÞÞ Áhrif jarðskjálftavár í gildandi umhverfismati Bjarnarflagsvirkjunar er vanreifuð í gildandi umhverfismati fyrir virkjunina að mati verkfræðistofunnar Eflu. Landsvirkjun styður endurskoðað umhverfismat um þennan þátt en það gæti tekið 15 mánuði með öllu. Landsvirkjun kynnti í dag úttekt verkfræðistofunnar Eflu á núgildandi mati á umhverfisáhrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun, en virkjunin er í nýtingarflokki rammáaætlunar Alþingis. Í Bjarnarflagi er ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi, en virkjunin er ekki óumdeild vegna nálægðar hennar við náttúruperluna Mývatn.Ekki þarf að endurskoða umhverfismatið í heild sinni Helstu niðurstöðu Eflu, sem kynntar voru í dag, eru að áhrif lítilla jarðskjálfta vegna djúplosunar affallsvatns í Bjarnarflagi eru vanreifuð í gildandi umhverfismati virkjunarinnar frá 2003. Ekki er ástæða til að endurtaka umhverfismatið í heild sinni en meta þarf sérstaklega umhverfisáhrif lítilla jarðskjálfta í sjálfstæðu mati, en ákvörðun um endurskoðað umhverfismat er í höndum Skipulagsstofnunar. „Þeirra niðurstaða er að jarðskjálftahættan er vanreifuð og við teljum að það þurfi þá að fara í gegnum umhverfismat aftur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hörður segir að 15 mánuðir gætu liðið frá ákvörðun um umhverfismat og framkvæmdir hefjast ef matið verður virkjunininni hagfellt. Landsvirkjun stefnir að varfærinni uppbyggingu í Bjarnarflagi með 45 MW virkjun.Mývatn að vetri til. Margir telja Mývatn eina fegurstu náttúruperlu landsins en nálægð Bjarnarflagsvirkjunar veldur þessu sama fólki áhyggjum.Áhyggjur af nálægð við MývatnMenn hafa áhyggjur af nálægð Bjarnarflagsvirkjunar við Mývatn. Er öruggt að lífríki Mývatns verði ekki stefnt í hættu með þessari virkjun? „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það. Bæði með því að rannsaka svæðið áður en framkvæmdir fara af stað en einnig með öflugri vöktun þannig að það yrði alltaf gripið inn í ef sú staða kæmi upp. Þetta svæði hefur farið í gegnum langt rannsóknarferli og núna síðast í gegnum rammaáætlunarferli sem lauk í lok síðasta árs og þar var niðurstaða sérfræðinga að þetta svæði hentaði til virkjunar.“Eru ekki aðrir virkjunarkostir sem Landsvirkjun gæti lagt áherslu á sem eru þegar í nýtingarflokki því Mývatn þykir mikil náttúruperla og það er enginn einhugur um þennan virkjunarkost? „Við skoðum alltaf þá kosti sem við höfum möguleika á. Við leggjum þá kosti í rammaáætlunarferlið. Þar er tekin afstaða til þeirra kosta sem er heimilt að nýta. Það er ekki ákvörðun Landsvirkjunar heldur stjórnvalda. Við reynum eftir fremsta megni að vanda okkur á þeim svæðum sem á að nýta,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Áhrif jarðskjálftavár í gildandi umhverfismati Bjarnarflagsvirkjunar er vanreifuð í gildandi umhverfismati fyrir virkjunina að mati verkfræðistofunnar Eflu. Landsvirkjun styður endurskoðað umhverfismat um þennan þátt en það gæti tekið 15 mánuði með öllu. Landsvirkjun kynnti í dag úttekt verkfræðistofunnar Eflu á núgildandi mati á umhverfisáhrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun, en virkjunin er í nýtingarflokki rammáaætlunar Alþingis. Í Bjarnarflagi er ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi, en virkjunin er ekki óumdeild vegna nálægðar hennar við náttúruperluna Mývatn.Ekki þarf að endurskoða umhverfismatið í heild sinni Helstu niðurstöðu Eflu, sem kynntar voru í dag, eru að áhrif lítilla jarðskjálfta vegna djúplosunar affallsvatns í Bjarnarflagi eru vanreifuð í gildandi umhverfismati virkjunarinnar frá 2003. Ekki er ástæða til að endurtaka umhverfismatið í heild sinni en meta þarf sérstaklega umhverfisáhrif lítilla jarðskjálfta í sjálfstæðu mati, en ákvörðun um endurskoðað umhverfismat er í höndum Skipulagsstofnunar. „Þeirra niðurstaða er að jarðskjálftahættan er vanreifuð og við teljum að það þurfi þá að fara í gegnum umhverfismat aftur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hörður segir að 15 mánuðir gætu liðið frá ákvörðun um umhverfismat og framkvæmdir hefjast ef matið verður virkjunininni hagfellt. Landsvirkjun stefnir að varfærinni uppbyggingu í Bjarnarflagi með 45 MW virkjun.Mývatn að vetri til. Margir telja Mývatn eina fegurstu náttúruperlu landsins en nálægð Bjarnarflagsvirkjunar veldur þessu sama fólki áhyggjum.Áhyggjur af nálægð við MývatnMenn hafa áhyggjur af nálægð Bjarnarflagsvirkjunar við Mývatn. Er öruggt að lífríki Mývatns verði ekki stefnt í hættu með þessari virkjun? „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það. Bæði með því að rannsaka svæðið áður en framkvæmdir fara af stað en einnig með öflugri vöktun þannig að það yrði alltaf gripið inn í ef sú staða kæmi upp. Þetta svæði hefur farið í gegnum langt rannsóknarferli og núna síðast í gegnum rammaáætlunarferli sem lauk í lok síðasta árs og þar var niðurstaða sérfræðinga að þetta svæði hentaði til virkjunar.“Eru ekki aðrir virkjunarkostir sem Landsvirkjun gæti lagt áherslu á sem eru þegar í nýtingarflokki því Mývatn þykir mikil náttúruperla og það er enginn einhugur um þennan virkjunarkost? „Við skoðum alltaf þá kosti sem við höfum möguleika á. Við leggjum þá kosti í rammaáætlunarferlið. Þar er tekin afstaða til þeirra kosta sem er heimilt að nýta. Það er ekki ákvörðun Landsvirkjunar heldur stjórnvalda. Við reynum eftir fremsta megni að vanda okkur á þeim svæðum sem á að nýta,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira