Innlent

Flest salmonellusmit í útlöndum

103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. Mikið hefur verið reynt til að komast að uppruna smitsins en ekki hefur tekist að finna neinn sameiginlegan þátt sem getur gefið upplýsingar um hugsanlega smithættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×