Sviss gæti orðið fyrsta landið í heimi til að innleiða laun fyrir alla borgara Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. febrúar 2016 06:00 Samkvæmt skoðanakönnunum myndu 54 prósent svarenda sækja sér meiri menntun ef þau fengju borgaralaun. Nordicphotos/AFP Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan yrði samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun. Þjóðaratkvæðagreiðslan er í reynd breyting á stjórnarskrá Sviss þar sem öllum borgurum yrði tryggð ákveðin lágmarksframfærsla óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka í framfærslu eða 320 þúsund íslenskar krónur. Í skoðanakönnun fyrirtækisins Demoscobe segir meirihluti Svisslendinga að þeir myndu halda áfram vinnu þrátt fyrir að fá borgaralaun, einungis tvö prósent sögðust ætla að hætta að vinna. Þá voru 54 prósent sem sögðust vilja nýta aukatekjurnar til að ná sér í frekari menntun.Halldóra MogensenPíratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem svipar til þeirrar sem fer í atkvæðagreiðslu í Sviss. Tillagan býður ekki upp á útfærslu heldur er félagsmálaráðherra falið að útfæra hugmyndina. Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata er flutningsmaður tillögunnar, segir það vera þess virði að sjá útfærsluna og meta hvort hún væri samfélaginu til bóta. „Þetta er spennandi hugmynd,“ segir hún. „Það er þess virði að skoða hvort þetta gæti verið ódýrara fyrir okkur.“ Hún vísar í tilraun sem var framkvæmd í bænum Dauphin í Manitoba-fylki í Kanada á árunum 1974 til 1979. Þar á bæ var boðið upp á borgaralaun og niðurstöðurnar fólu meðal annars í sér að fólk treysti menntun sína auk þess sem útgjöld vegna heilbrigðismála drógust saman. „Þar kom í ljós er að fólk var ekkert að hætta að vinna. Það var það sem fólk var svo hrætt við, að þetta myndi hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Eina fólkið sem hætti að vinna var í raun og veru ungt fólk sem fór frekar í nám og kom þá seinna inn á vinnumarkað sterkara. Og svo nýbakaðar mæður sem vildu fá að sinna börnunum sínum betur,“ segir Halldóra. Þá fækkaði heimsóknum í heilbrigðiskerfinu í Dauphin um 8,5 prósent. Halldóra segir þetta einnig geta komið í veg fyrir að fólk þurfi að þræla sér út til að ná endum saman. Í staðinn fær fólk svigrúm til að huga að sjálfu sér, til dæmis með því að sækja sér menntun eða sinna áhugamálum. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan yrði samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun. Þjóðaratkvæðagreiðslan er í reynd breyting á stjórnarskrá Sviss þar sem öllum borgurum yrði tryggð ákveðin lágmarksframfærsla óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka í framfærslu eða 320 þúsund íslenskar krónur. Í skoðanakönnun fyrirtækisins Demoscobe segir meirihluti Svisslendinga að þeir myndu halda áfram vinnu þrátt fyrir að fá borgaralaun, einungis tvö prósent sögðust ætla að hætta að vinna. Þá voru 54 prósent sem sögðust vilja nýta aukatekjurnar til að ná sér í frekari menntun.Halldóra MogensenPíratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem svipar til þeirrar sem fer í atkvæðagreiðslu í Sviss. Tillagan býður ekki upp á útfærslu heldur er félagsmálaráðherra falið að útfæra hugmyndina. Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata er flutningsmaður tillögunnar, segir það vera þess virði að sjá útfærsluna og meta hvort hún væri samfélaginu til bóta. „Þetta er spennandi hugmynd,“ segir hún. „Það er þess virði að skoða hvort þetta gæti verið ódýrara fyrir okkur.“ Hún vísar í tilraun sem var framkvæmd í bænum Dauphin í Manitoba-fylki í Kanada á árunum 1974 til 1979. Þar á bæ var boðið upp á borgaralaun og niðurstöðurnar fólu meðal annars í sér að fólk treysti menntun sína auk þess sem útgjöld vegna heilbrigðismála drógust saman. „Þar kom í ljós er að fólk var ekkert að hætta að vinna. Það var það sem fólk var svo hrætt við, að þetta myndi hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Eina fólkið sem hætti að vinna var í raun og veru ungt fólk sem fór frekar í nám og kom þá seinna inn á vinnumarkað sterkara. Og svo nýbakaðar mæður sem vildu fá að sinna börnunum sínum betur,“ segir Halldóra. Þá fækkaði heimsóknum í heilbrigðiskerfinu í Dauphin um 8,5 prósent. Halldóra segir þetta einnig geta komið í veg fyrir að fólk þurfi að þræla sér út til að ná endum saman. Í staðinn fær fólk svigrúm til að huga að sjálfu sér, til dæmis með því að sækja sér menntun eða sinna áhugamálum.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent