Óður til landsbyggðarinnar María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:30 Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar