Þetta bara reddast - Covid19-kórónaveira Vilhelm Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 14:30 Ábyrgðarleysið og þröngsýni yfirstjórnar heilbrigðiskerfisins með sóttvarnalæknir í fararbroddi verða ef að líkum lætur fljót að sótthreinsa sig af allri ábyrgð ef illa fer. Máttleysisleg viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eru óásættanleg, ekki síst þegar litið er til hvernig aðrar þjóðir bregðast við þessum illvíga sjúkdómi. Viðbrögð sóttvarnalæknis einkennast af því að skoða, sjá til og gera ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að ætla að treysta á að hver og einn sjái um eigið sóttkví og voni það besta. Eina sem sóttvarnalæknir hefur haft fram að færa er að upplýsa þjóðina að haldnir séu reglulega stöðufundir og almenningur eigi að þvo sér vel um hendurnar. Það verður nógu erfitt fyrir þá sem smitast að takast á við sóttkví þó svo að niðurbrotið og fársjúkt fólk verði ekki smalað eins og dýrum í 40 feta gám áður en tekist er á við einangrun og frekari erfiðleika eða þaðan af verra. Upplýsingaflæðið er mjög takmarkað, óábyrgt og í anda þess hvernig er komið fyrir heilbrigðiskerfinu. Stjórnsýslan og læknaembættið hafa haft nægan tíma til að finna boðlegt bráðabirgðahúsnæði til að takast á við sóttvarnir og aðstoða fársjúkt fólk. Gámaskrifli hefðu átt að vera neyðarkostur en ekki fyrsti kostur ef allt færi úr böndunum, sem verulega líkur eru á. Það er ekki eins og það hefði verið sóun á fjármunum að koma upp bráðaspítala ef allt færi á besta veg. Það hefði þá mátt nýta húsakynnin næstu árin meðan beðið væri eftir að skrípaleiknum við Hringbraut lyki, fyrir þá sem trúa að svo verði. Það virðist loða við yfirstjórn heilbrigðismála að telja að þetta bara reddist í stað að ráðist sé með markvissum hætti í forvarnir og tekið sé með vitrænum hætti á aðstöðuleysi til sóttvarna og lækninga. Það er eflaust auðvelt að gagnrýna, engu að síður ef illa fer þá bendir flest til að hvert einasta orð eigi rétt á sér. Það er óforsvaranlegt hvernig haldið hefur verið á málum og er í þeim anda sem loðir við Ísland og heitir ábyrgðarleysi. Það sem verra er að landsmönnum stendur lítið minni hætta af óábyrgum stjórnvöldum við Austurvöll en af svokallaðri Covid19-kórónaveiru, sem tröllríður heimsbyggðinni. Þröngsýni sem á sér stað að hefta ekki útbreiðslu Covid19-veiru með markvissari hætti á væntanlega eftir að verða mörgum dýrkeypt og enginn mun axla ábyrgð þó svo að mistök eigi eftir að verða augljós. Á sama tíma og verið er að hefta út um allan heim að fólk komi frá sýktum svæðum, og er umsvifalaust sett í sóttkví, viðhefur sóttvarnalæknir ábyrgðarlaust hjal og enginn segir neitt. Landlæknisembættið hefur væntanlega skráp og samvisku til að takast á við gerðir sínar og framtaksleysi þegar fólk þarf að mæta afleiðingunum. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ábyrgðarleysið og þröngsýni yfirstjórnar heilbrigðiskerfisins með sóttvarnalæknir í fararbroddi verða ef að líkum lætur fljót að sótthreinsa sig af allri ábyrgð ef illa fer. Máttleysisleg viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eru óásættanleg, ekki síst þegar litið er til hvernig aðrar þjóðir bregðast við þessum illvíga sjúkdómi. Viðbrögð sóttvarnalæknis einkennast af því að skoða, sjá til og gera ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að ætla að treysta á að hver og einn sjái um eigið sóttkví og voni það besta. Eina sem sóttvarnalæknir hefur haft fram að færa er að upplýsa þjóðina að haldnir séu reglulega stöðufundir og almenningur eigi að þvo sér vel um hendurnar. Það verður nógu erfitt fyrir þá sem smitast að takast á við sóttkví þó svo að niðurbrotið og fársjúkt fólk verði ekki smalað eins og dýrum í 40 feta gám áður en tekist er á við einangrun og frekari erfiðleika eða þaðan af verra. Upplýsingaflæðið er mjög takmarkað, óábyrgt og í anda þess hvernig er komið fyrir heilbrigðiskerfinu. Stjórnsýslan og læknaembættið hafa haft nægan tíma til að finna boðlegt bráðabirgðahúsnæði til að takast á við sóttvarnir og aðstoða fársjúkt fólk. Gámaskrifli hefðu átt að vera neyðarkostur en ekki fyrsti kostur ef allt færi úr böndunum, sem verulega líkur eru á. Það er ekki eins og það hefði verið sóun á fjármunum að koma upp bráðaspítala ef allt færi á besta veg. Það hefði þá mátt nýta húsakynnin næstu árin meðan beðið væri eftir að skrípaleiknum við Hringbraut lyki, fyrir þá sem trúa að svo verði. Það virðist loða við yfirstjórn heilbrigðismála að telja að þetta bara reddist í stað að ráðist sé með markvissum hætti í forvarnir og tekið sé með vitrænum hætti á aðstöðuleysi til sóttvarna og lækninga. Það er eflaust auðvelt að gagnrýna, engu að síður ef illa fer þá bendir flest til að hvert einasta orð eigi rétt á sér. Það er óforsvaranlegt hvernig haldið hefur verið á málum og er í þeim anda sem loðir við Ísland og heitir ábyrgðarleysi. Það sem verra er að landsmönnum stendur lítið minni hætta af óábyrgum stjórnvöldum við Austurvöll en af svokallaðri Covid19-kórónaveiru, sem tröllríður heimsbyggðinni. Þröngsýni sem á sér stað að hefta ekki útbreiðslu Covid19-veiru með markvissari hætti á væntanlega eftir að verða mörgum dýrkeypt og enginn mun axla ábyrgð þó svo að mistök eigi eftir að verða augljós. Á sama tíma og verið er að hefta út um allan heim að fólk komi frá sýktum svæðum, og er umsvifalaust sett í sóttkví, viðhefur sóttvarnalæknir ábyrgðarlaust hjal og enginn segir neitt. Landlæknisembættið hefur væntanlega skráp og samvisku til að takast á við gerðir sínar og framtaksleysi þegar fólk þarf að mæta afleiðingunum. Höfundur er fjárfestir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun