Innlent

Framsóknarmenn velja á lista í Norðausturkjördæmi um helgina

Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu í þéttbýlinu við Reynihlíð.
Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu í þéttbýlinu við Reynihlíð. MYND/Vilhelm

Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatssveit á laugardaginn kemur. Þar verður listi flokksins í kjördæminu fyrir komandi Alþingskosningar settur saman.

Á þinginu verður kosið um tíu efstu sætin. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sækist eftir að leiða listann. Flokkurinn hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×