Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? 11. janúar 2007 05:00 Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? spurði þulan í RÚV um daginn, þegar umræðan beindist allt í einu að skógivaxinni hlíð vestan Þorskafjarðar. Spurningin hjómaði í mínum eyrum eins og brandari úr hugarskoti Jóns Gnarr. Málið snerist um vegabætur á því svæði, sem eitt sinn hét Gufudalssveit og náði frá Múla í Þorskafirði að Klettshálsi, en það er nú hluti af Reykhólahreppi, sem tekur yfir sama svæði og áður þekktist undir nafninu Austur-Barðastrandarsýsla. Helsti vegatálmi í Gufudalssveit er óefað Hjallaháls, sem er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar, allbrattur og oft illfær vegna snjóa á vetrum. Skipulagsstjóri lagðist gegn vegi um skóginn vegna óafturkræfs skaða á umhverfi, en af öllum mönnum ógilti umhverfisráðherrann þann úrskurð og heimilaði vegagerðina af öryggisástæðum. Það er ekki ólíklegt, að bílstjórum þungra vörubíla finnist þreytandi og leiðinlegt að silast upp og niður brattann á hálsinum, jafnvel þótt til stæði að bæta hann. En voru menn í Vesturbyggð að flagga fyrir því að fá veg um Teigsskóg og losna þar með við Hjallaháls. Og talandi um að draga fána að hún, hafa ekki einhverjir ástæðu til að draga hann í hálfa stöng? Samkvæmt þessari áætlun sýnist mér bærinn Djúpidalur, eitt af fáum byggðum bólum í hinni upprunalegu Gufudalssveit, komast úr alfaraleið. Teigsskógur, sá er nefndur var hér í upphafi þessara orða, liggur í austurhlíð hálsins nær langleiðina milli Grafar og eyðibýlisins Hallsteinsness. Hann er kannske ekki merkilegur í samanburði við friðaða skóga sunnar á landinu; hann er lágvaxinn og skreytir sig helst með fallegum reynitrjám, sem standa upp úr með öðrum lit, rétt eins og sjá má vestur í Vatnsfirði. Mikilvægi hans verður hins vegar að skoðast í réttu samhengi: sem sé í því samhengi, að hann er hluti af því, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði „þetta stórkostlega en gleymda svæði Íslands“ (Fréttablaðið 8. jan.). Það eru óheillavænleg náttúruspjöll að leggja veg um hann, upphleyptan með gífurlegum ruðningi til beggja hliða, og nógu breiðan og sterkan til að þola umferð tugtonnatrukka. Það er dauðadómur yfir skóginum. Það hefur komið fram góð hugmynd um lausn á þessu vandamáli: að leggja göng um Hjallaháls og jafnvel líka Gufudalsháls. Þessi hugmynd hefur komið fram hjá manni, sem er alinn upp á þessu svæði, Bergsveini Reynissyni bónda, en einnig var hún efni leiðara Fréttablaðsins 8. jan. Með því móti fæst lausn, sem er öllum til hagsbóta: samgöngur á vesturleiðinni stórbatna og landslagið heldur sér. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? spurði þulan í RÚV um daginn, þegar umræðan beindist allt í einu að skógivaxinni hlíð vestan Þorskafjarðar. Spurningin hjómaði í mínum eyrum eins og brandari úr hugarskoti Jóns Gnarr. Málið snerist um vegabætur á því svæði, sem eitt sinn hét Gufudalssveit og náði frá Múla í Þorskafirði að Klettshálsi, en það er nú hluti af Reykhólahreppi, sem tekur yfir sama svæði og áður þekktist undir nafninu Austur-Barðastrandarsýsla. Helsti vegatálmi í Gufudalssveit er óefað Hjallaháls, sem er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar, allbrattur og oft illfær vegna snjóa á vetrum. Skipulagsstjóri lagðist gegn vegi um skóginn vegna óafturkræfs skaða á umhverfi, en af öllum mönnum ógilti umhverfisráðherrann þann úrskurð og heimilaði vegagerðina af öryggisástæðum. Það er ekki ólíklegt, að bílstjórum þungra vörubíla finnist þreytandi og leiðinlegt að silast upp og niður brattann á hálsinum, jafnvel þótt til stæði að bæta hann. En voru menn í Vesturbyggð að flagga fyrir því að fá veg um Teigsskóg og losna þar með við Hjallaháls. Og talandi um að draga fána að hún, hafa ekki einhverjir ástæðu til að draga hann í hálfa stöng? Samkvæmt þessari áætlun sýnist mér bærinn Djúpidalur, eitt af fáum byggðum bólum í hinni upprunalegu Gufudalssveit, komast úr alfaraleið. Teigsskógur, sá er nefndur var hér í upphafi þessara orða, liggur í austurhlíð hálsins nær langleiðina milli Grafar og eyðibýlisins Hallsteinsness. Hann er kannske ekki merkilegur í samanburði við friðaða skóga sunnar á landinu; hann er lágvaxinn og skreytir sig helst með fallegum reynitrjám, sem standa upp úr með öðrum lit, rétt eins og sjá má vestur í Vatnsfirði. Mikilvægi hans verður hins vegar að skoðast í réttu samhengi: sem sé í því samhengi, að hann er hluti af því, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði „þetta stórkostlega en gleymda svæði Íslands“ (Fréttablaðið 8. jan.). Það eru óheillavænleg náttúruspjöll að leggja veg um hann, upphleyptan með gífurlegum ruðningi til beggja hliða, og nógu breiðan og sterkan til að þola umferð tugtonnatrukka. Það er dauðadómur yfir skóginum. Það hefur komið fram góð hugmynd um lausn á þessu vandamáli: að leggja göng um Hjallaháls og jafnvel líka Gufudalsháls. Þessi hugmynd hefur komið fram hjá manni, sem er alinn upp á þessu svæði, Bergsveini Reynissyni bónda, en einnig var hún efni leiðara Fréttablaðsins 8. jan. Með því móti fæst lausn, sem er öllum til hagsbóta: samgöngur á vesturleiðinni stórbatna og landslagið heldur sér. Höfundur er læknir
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar