„Talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:45 Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson unnu fjölda titla saman með Haukum. „Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
„Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira