Opið bréf til útvarpsstjóra RÚV um mannréttindabrot Rannveig Magnúsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Kæri Magnús. Mig langaði að spyrja þig hvort þú teljir RÚV uppfylla lagalegar skyldur sínar gagnvart öllum landsmönnum? Mín skoðun er sú að svo sé ekki. Sjónvarp án textavarps stenst engan veginn lagalega skoðun. Að minnsta kosti 50.000 manns er misboðið með einangrun sem því fylgir að vera heyrnarskertir og lifa við heft aðgengi að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu í eigin landi. Þar spilar RÚV stórt hlutverk og ýtir undir þá einangrun með því að uppfylla ekki lagalegar skyldur sínar um að þjóna hlutverki sínu gagnvart öllum landsmönnum. Bæði hvað menningu varðar og almannavarnir. Textavarp er enn mjög naumt skammtað og virðist geðþóttinn ráða því hvað við erum verðug að vera upplýst um og hvað ekki.Mæta mannréttindi forgangi? Þröstur Helgason, verðandi doktor og nýráðinn dagskrárstjóri Rásar 1, leggur einmitt sérstaka áherslu á samfélagslega umræðu hlustenda Rásar 1, en skiljanlega gagnast það aðeins þeim heyrandi. En hvað með okkur sem heyrnarskert erum? Sérstök áhersla er lögð á endurreisn Rásar 1, með róttækum breytingum, en samkvæmt nýlegu viðtali við Þröst var rásin í dauðateygjunum áður. Gott og blessað. Vonandi tekst vel til með það, enda þótt hálfur skammtur bænalesturs sé talinn nægur fyrir sálartetur hlustenda rásarinnar. Íslendingar verða að vera „töff“ og hliðra til fyrir „attitjúdinu“ því bænalestur telst kannski ekki til „attitjúds“. Frá 18 ára aldri eru landsmenn skikkaðir í áskrift, svo og öll fyrirtæki landsins. Fyrir utan þau hundruð milljóna sem stofnunin hlýtur af fjárlögum. Það er auðvitað fyrir utan auglýsingatekjur. Fáar opinberar stofnanir eða hlutafélög hafa slíkt fé til ráðstöfunar en það er réttlætt vegna lagalegrar skyldu RÚV gagnvart öllum landsmönnum – líka þeim sem ekki heyra. Enda bæði ljósvakamiðill og útvarp.Geðþóttaskammtanir á textun Þessi mismunun sem RÚV hefur stundað um árabil gagnvart fötluðu fólki er ekkert annað en mannréttindabrot. Það er nefnilega ekki geðþóttaákvörðun ykkar hvaða efni heyrnarskertir þurfa að fá textað. Þeir eiga rétt á því að allt íslenskt efni hjá RÚV sé textað. Ekki bara erlendir glæpaþættir. Hingað til hafið þið borið fyrir ykkur fjárskort, en það er fásinna. Í fyrsta lagi eru mannréttindi óháð fátækt. Og það er ekki hægt að segja að þessi stofnun sé fátæk. Þar fyrir utan eru aðrir hlutir í miklu meiri forgangi hjá ykkur, eins og að umbylta tækninni í háskerpusjónvarp, kaupa dýra erlenda þætti og/eða greiða stjórnendum ofurlaun. Það er þrekraun að fá ekki tækifæri til að vera með á nótunum í íslenskri menningar- og samfélagsumræðu – eins og Þröstur Helgason vill sjálfur leggja áherslu á. Óréttlætið er hróplegt fyrir okkur sem heyrnarskert erum. Hvernig þætti heyrandi, sjónvarp án hljóðs?Tæknin ekki lengur fyrirstaða Um leið og ég ítreka kröfu mína um að réttur minn sem samfélagsþegn sé virtur hjá RÚV þá langar mig til að hvetja þig til að sjá sóma þinn í að beita þér fyrir þessu í starfi þínu. Hvort þú ætlir þér að hreinsa RÚV af þessu grófa mannréttindabroti, sem það hefur stundað í fjölmörg ár. Áður var tæknin fyrirstaða en ekki lengur. Þetta snýst allt um forgang. Hver verður þinn forgangur í starfi? Vonandi að stofnunin uppfylli lagalegar skyldur sínar og hætti að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki. Er það kannsi meira virði en „attitjúdið“ sem Þröstur vísaði til, eða hvað? Með ósk um svar á sama vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kæri Magnús. Mig langaði að spyrja þig hvort þú teljir RÚV uppfylla lagalegar skyldur sínar gagnvart öllum landsmönnum? Mín skoðun er sú að svo sé ekki. Sjónvarp án textavarps stenst engan veginn lagalega skoðun. Að minnsta kosti 50.000 manns er misboðið með einangrun sem því fylgir að vera heyrnarskertir og lifa við heft aðgengi að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu í eigin landi. Þar spilar RÚV stórt hlutverk og ýtir undir þá einangrun með því að uppfylla ekki lagalegar skyldur sínar um að þjóna hlutverki sínu gagnvart öllum landsmönnum. Bæði hvað menningu varðar og almannavarnir. Textavarp er enn mjög naumt skammtað og virðist geðþóttinn ráða því hvað við erum verðug að vera upplýst um og hvað ekki.Mæta mannréttindi forgangi? Þröstur Helgason, verðandi doktor og nýráðinn dagskrárstjóri Rásar 1, leggur einmitt sérstaka áherslu á samfélagslega umræðu hlustenda Rásar 1, en skiljanlega gagnast það aðeins þeim heyrandi. En hvað með okkur sem heyrnarskert erum? Sérstök áhersla er lögð á endurreisn Rásar 1, með róttækum breytingum, en samkvæmt nýlegu viðtali við Þröst var rásin í dauðateygjunum áður. Gott og blessað. Vonandi tekst vel til með það, enda þótt hálfur skammtur bænalesturs sé talinn nægur fyrir sálartetur hlustenda rásarinnar. Íslendingar verða að vera „töff“ og hliðra til fyrir „attitjúdinu“ því bænalestur telst kannski ekki til „attitjúds“. Frá 18 ára aldri eru landsmenn skikkaðir í áskrift, svo og öll fyrirtæki landsins. Fyrir utan þau hundruð milljóna sem stofnunin hlýtur af fjárlögum. Það er auðvitað fyrir utan auglýsingatekjur. Fáar opinberar stofnanir eða hlutafélög hafa slíkt fé til ráðstöfunar en það er réttlætt vegna lagalegrar skyldu RÚV gagnvart öllum landsmönnum – líka þeim sem ekki heyra. Enda bæði ljósvakamiðill og útvarp.Geðþóttaskammtanir á textun Þessi mismunun sem RÚV hefur stundað um árabil gagnvart fötluðu fólki er ekkert annað en mannréttindabrot. Það er nefnilega ekki geðþóttaákvörðun ykkar hvaða efni heyrnarskertir þurfa að fá textað. Þeir eiga rétt á því að allt íslenskt efni hjá RÚV sé textað. Ekki bara erlendir glæpaþættir. Hingað til hafið þið borið fyrir ykkur fjárskort, en það er fásinna. Í fyrsta lagi eru mannréttindi óháð fátækt. Og það er ekki hægt að segja að þessi stofnun sé fátæk. Þar fyrir utan eru aðrir hlutir í miklu meiri forgangi hjá ykkur, eins og að umbylta tækninni í háskerpusjónvarp, kaupa dýra erlenda þætti og/eða greiða stjórnendum ofurlaun. Það er þrekraun að fá ekki tækifæri til að vera með á nótunum í íslenskri menningar- og samfélagsumræðu – eins og Þröstur Helgason vill sjálfur leggja áherslu á. Óréttlætið er hróplegt fyrir okkur sem heyrnarskert erum. Hvernig þætti heyrandi, sjónvarp án hljóðs?Tæknin ekki lengur fyrirstaða Um leið og ég ítreka kröfu mína um að réttur minn sem samfélagsþegn sé virtur hjá RÚV þá langar mig til að hvetja þig til að sjá sóma þinn í að beita þér fyrir þessu í starfi þínu. Hvort þú ætlir þér að hreinsa RÚV af þessu grófa mannréttindabroti, sem það hefur stundað í fjölmörg ár. Áður var tæknin fyrirstaða en ekki lengur. Þetta snýst allt um forgang. Hver verður þinn forgangur í starfi? Vonandi að stofnunin uppfylli lagalegar skyldur sínar og hætti að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki. Er það kannsi meira virði en „attitjúdið“ sem Þröstur vísaði til, eða hvað? Með ósk um svar á sama vettvangi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar