Virkur ferðamáti til eflingar heilsu á nýju ári Rut Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:00 Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari einstaklinga. Eitt af aðalmarkmiðum Landlæknisembættisins, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf. Slíkt er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum á borð við hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og offitu, sem farið hafa hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar kjósi virkan ferðamáta sem oftast, en hann felur í sér hreyfingu á borð við göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða. Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, kom fram að einungis 10%, hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring. Notum nýtt ár til þess að setja heilsuna í forgang og endurskoða það sem auðveldlega væri hægt að breyta til hins bera, hvað hreyfingu varðar. Margt smátt gerir eitt stórt.Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar