Skoðun

MS félagið í molum

Stjórnarkjör í MS-félaginu - María Pétursdóttir Þegar ég greindist með MS sjúkdóminn fyrir rúmum þremur árum síðan leitaði ég mér upplýsinga og aðstoðar hjá MS félaginu sem reyndist mér vel. Þangað gat ég leitað til læknis þegar ég þurfti og sjúkraþjálfun auk þess sem ég sótti þangað andlegan stuðning. John Benediktz var þá starfandi læknir við dagvist og göngudeild. Þar ríkti heimilislegt andrúmsloft og var rosalega gott að geta skotist við ef maður var með spurningar um sjúkdóminn eða þurfti að komast inn á spítala í steragjöf. Mér varð strax ljóst að John Benediktz bjó yfir óhemju miklum upplýsingum um sjókdóminn enda sankað að sér upplýsingum og unnið sjálfboðastarf fyrir MS fólk í áraraðir. Ég var afskaplega þakklát fyrir hvað félagið væri með sterka og góða þjónustu. Á síðasta aðalfundi MS félagsins urðu afdrifarík umskipti í stjórn félagsins. Vilborg Traustadóttir var hrakin frá völdum ásamt öðru góðu fólki og smölun virtist hafa átt sér stað í kosningu. Allt það MS fólk sem ég þekki og sótti fundinn var í áfalli dagana á eftir. Skömmu síðar þegar ég þarf að hitta John er hann ekki lengur við störf hjá MS félaginu. Ný stjórn hefur sagt honum upp störfum. Heimasíða félagsins er ekki virk og inniheldur ekki góðar upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er hjá félaginu og þjónusta við nýgreinda er nú í lágmarki. Skömmu eftir stjórnarskiptin var spjallþræði félagsins lokað, væntanlega vegna skiptra skoðana en til þess að taka þátt í spjalli í dag þarf að sækja formlega um, veita félaginu persónuupplýsingar og vera skráður félagi í samtökunum. Þannig getur sá sem lifir í vafa um hvort hann sé með sjúkdóminn ekki skráð sig þar inn nema hann ætli að gerast félagi. Lagabreytingatillögur fyrir komandi aðalfund vekja með mér ugg þar sem lagt er til að strokuð verði burt sú setning í lögum félagsins að það skuli sinna dagvist fyrir MS sjúklinga. Í félaginu ríkir ekki sátt og kemur það glögglega fram á MS spjallinu, www.msspjallid.com, en þar er hægt að fræðast um sjúkdóminn, skiptast á skoðunum og sjúkrasögum án þess að þurfa að koma fram undir nafni. Þessi vefur ætti að sjálfsögðu að eiga heima innan félagsins. Það virðist vera sem félagar í MS samtökunum hafi skipt sér í fylkingar vegna persónulegs ágreinings, gamals og nýs og svo þeirra atburða sem áttu sér stað á síðasta aðalfundi og í kjölfar hans.



Skoðun

Sjá meira


×