Íþróttir og skjátími Jón Fannar Árnason skrifar 23. apríl 2020 07:15 Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar