Erlent

Versta slysið í aldarfjórðung

Ættingjar hinna látnu hugguðu hver annan. fréttablaðið/AP
Ættingjar hinna látnu hugguðu hver annan. fréttablaðið/AP
Tuttugu og fimm manns fórust í mannskæðasta námuslysi Bandaríkjanna síðan 1984 þegar gríðarmikil sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu.

Fjögurra manna í viðbót var saknað, en óvíst var í gær hvort takast myndi að bjarga þeim. Eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin.

Vonast var til þess að þeir hefðu komist inn á öruggt svæði í námugöngunum þar sem þeir gætu beðið þar til hjálp bærist.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×