Þjálfari ÍBV sagður hafa kallað dómara „djöfulsins apakött“ Henry Birgir Gunnarsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 6. febrúar 2020 10:00 Sigurður Bragason er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV. vísir/bára Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30