Ekki bara frásagnir af kaffidrykkju Birta Björnsdóttir skrifar 3. maí 2016 19:45 Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi hefur nú verið endurútgefin, sjötíu árum eftir að bókin kom fyrst út. Þeir sem til þekkja segja raunsæjar lýsingar á fólki, samfélagi, sorgum og sigrum tryggja vinsældir Guðrúnar fram á þennan dag. Dalalíf var fyrsta bók Guðrúnar frá Lundi og kom út þegar Guðrún var 59 ára gömul. „Það eru 70 ár í ár frá því að þetta ævintýri hófst. Árið 1946 kom fyrsta bindið af Dalalífi út,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var síðast gefin út árið 2000 en hefur verið ófáanleg árum saman. „Ættingjarnir voru svona heldur spenntari að gefa út aðrar sögur eftir Guðrúnu sem hafa ekki verið gefnar út nema einu sinni en það er greinilega mestur spenningur fyrir Dalalífinu,“ segir Marín.Bækur Guðrúnar frá Lundi áttu ekki upp á pallborðið hjá öllum þegar þær komu út. „Hún verður svo gríðarlega vinsæl og elskuð af allri alþýðu manna. Það auðvitað vakti öfund hjá þeim sem töldu sig meiri og betri rithöfunda en nutu ekki sömu vinsælda. Það verður þó að taka fram að sá stærsti af þeim öllum, Halldór Laxness, hann kunni alveg að meta Guðrúnu,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri. „Þetta þótti hversdagslegt. Hún skrifaði léttan, lipran og tilgerðalausan stíl en eftir heimsstyrjöldina síðari þá voru menn í allt öðru. Þá var heimurinn breyttur og menn áttu að vera í alvarlegri málum,“ segir Marín. „Svo auðvitað gerist það þegar nýjar kynslóðir koma og fara að lesa þessar bækur að þær uppgötva að þarna er miklu meira en þeim hefur verið sagt. Þetta er ekki bara kaffidrykkja. Þetta er iðandi mannlíf, gleði og sorgir, skemmtilegar persónur og geysilega vel skrifuð samtöl,“ segir Silja.Það er engu logið um vinsældir Guðrúnar í dag. Fyrir tveimur árum var bók hennar, Afdalabarn, endurútgefin og sat bókin sem fastast í efsta sæti metsölulista vikum saman. „Hún kann að segja sögu. Hún kann að teyma lesendurna áfram og gera persónurnar það lifandi að manni finnst maður hreinlega þekkja þær. Þetta er líf, örlög og miklar tilfinningar. Lífið er oft á tíðum erfitt í bókum hennar og fer ekki eins og lagt var upp með. En þetta eru alls ekki ástarsögur eins og margir hafa haldið fram," segir Marín. „Og svo eru þetta bara spennandi sögur með ástum, sorgum og framhjáhaldi og djöfulskap í bland," segir Silja. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi hefur nú verið endurútgefin, sjötíu árum eftir að bókin kom fyrst út. Þeir sem til þekkja segja raunsæjar lýsingar á fólki, samfélagi, sorgum og sigrum tryggja vinsældir Guðrúnar fram á þennan dag. Dalalíf var fyrsta bók Guðrúnar frá Lundi og kom út þegar Guðrún var 59 ára gömul. „Það eru 70 ár í ár frá því að þetta ævintýri hófst. Árið 1946 kom fyrsta bindið af Dalalífi út,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var síðast gefin út árið 2000 en hefur verið ófáanleg árum saman. „Ættingjarnir voru svona heldur spenntari að gefa út aðrar sögur eftir Guðrúnu sem hafa ekki verið gefnar út nema einu sinni en það er greinilega mestur spenningur fyrir Dalalífinu,“ segir Marín.Bækur Guðrúnar frá Lundi áttu ekki upp á pallborðið hjá öllum þegar þær komu út. „Hún verður svo gríðarlega vinsæl og elskuð af allri alþýðu manna. Það auðvitað vakti öfund hjá þeim sem töldu sig meiri og betri rithöfunda en nutu ekki sömu vinsælda. Það verður þó að taka fram að sá stærsti af þeim öllum, Halldór Laxness, hann kunni alveg að meta Guðrúnu,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri. „Þetta þótti hversdagslegt. Hún skrifaði léttan, lipran og tilgerðalausan stíl en eftir heimsstyrjöldina síðari þá voru menn í allt öðru. Þá var heimurinn breyttur og menn áttu að vera í alvarlegri málum,“ segir Marín. „Svo auðvitað gerist það þegar nýjar kynslóðir koma og fara að lesa þessar bækur að þær uppgötva að þarna er miklu meira en þeim hefur verið sagt. Þetta er ekki bara kaffidrykkja. Þetta er iðandi mannlíf, gleði og sorgir, skemmtilegar persónur og geysilega vel skrifuð samtöl,“ segir Silja.Það er engu logið um vinsældir Guðrúnar í dag. Fyrir tveimur árum var bók hennar, Afdalabarn, endurútgefin og sat bókin sem fastast í efsta sæti metsölulista vikum saman. „Hún kann að segja sögu. Hún kann að teyma lesendurna áfram og gera persónurnar það lifandi að manni finnst maður hreinlega þekkja þær. Þetta er líf, örlög og miklar tilfinningar. Lífið er oft á tíðum erfitt í bókum hennar og fer ekki eins og lagt var upp með. En þetta eru alls ekki ástarsögur eins og margir hafa haldið fram," segir Marín. „Og svo eru þetta bara spennandi sögur með ástum, sorgum og framhjáhaldi og djöfulskap í bland," segir Silja.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira