Erlent

Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana

MYND/AP

Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld í vilji þau nýta sér þá. Talsmaður stjórnarinnar sagði deiluna um kjarnorkuáætlun Írana standa á milli Írana og alþjóðasamfélagsins en ekki við Bandaríkjamenn. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sendi Bush Bandaríkjaforseta persónulegt bréf í síðustu viku og hefur það vakið upp spurningar um hugsanlega endurnýjun á stjórnmálasambandi þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×