Lífið

Víðir fékk afmælisköku á fundinum: „Maður fær bara tár í augun“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víðir og Anna Birna á fundinum í dag. 
Víðir og Anna Birna á fundinum í dag.  vísir/erla

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, er 53 ára í dag og fékk hann heldur betur óvænta gjöf á upplýsingafundi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð í dag.

Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, tók til máls á fundinum í dag og var hún þar fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Hún afhenti Víði afmælisköku frá öllum framlínustarfsmönnunum á hjúkrunarheimilinu og öllum íbúunum líka og þakkaði honum fyrir vel unnin störf.

„Maður fær nú bara tár í augun,“ sagði Víðir á fundinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.