Launalausir leikmenn standa vaktina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 08:00 "Við tókum stóra ákvörðun í vor að taka út allar launagreiðslur. Þá lá fyrir að leikmenn yrðu annaðhvort áfram og spiluðu launalaust eða myndu leita á önnur mið,” segir Alexander. Fréttablaðið/Vilhelm „Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“ Handbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
„Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“
Handbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita