Launalausir leikmenn standa vaktina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 08:00 "Við tókum stóra ákvörðun í vor að taka út allar launagreiðslur. Þá lá fyrir að leikmenn yrðu annaðhvort áfram og spiluðu launalaust eða myndu leita á önnur mið,” segir Alexander. Fréttablaðið/Vilhelm „Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“ Handbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“
Handbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira