Lífið

Gere hvetur fólk til að kjósa

Leikarinn góðkunni Richard Gere hefur verið fenginn til þess að lesa inn á auglýsingu þar sem Palestínumenn eru hvattir til þess að nýta kosningarétt sinn í forsetakosningum á sunnudaginn. Það er hópur friðelskandi manna í Palestínu sem stendur á bak við uppátækið og vonast til þess að hin blíða rödd Geres, sem biðlar til kjósenda á arabísku, verði til þess að auka þátttöku í kosningunum. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er kominn til Miðausturlanda, en hann verður í forsvari fyrir nefnd sem fylgist með, ásamt fjölmörgum kosningaeftirlitsmönnum frá Evrópu, að allt fari eðlilega fram á sunnudaginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.